Finnum draumahjólið sem hentar þér.
Þú átt það skilið!
Við elskum að hjóla
Santa Cruz á Íslandi er hjólabúð fjallahjólaranna - í fjöllunum. Verslunin er rekin af Icebike Adventures sem hefur síðasta áratug byggt upp innviði fyrir fjallahjólreiðar. Við erum hjólarar af lífi og sál. Crúzaðu með í sumar.
Með hjólinu þínu fylgir...
Demo hringur
Komdu í demo center og prófaðu Santa Cruz hjól í nokkrum gerðum á alvöru fjallahjólaleiðum og fáðu ráðgjöf við innkaupin. Bókaðu tíma hér.
Shuttle service
Ókeypis aðgangur í „Hengill shuttle service“ daga í sumar með Icebike Adventures sem byrja og enda í Trailcenter Reykjadal.
„Ég er með“ miðinn
Þú færð „Ég er með“ límmiðann og tekur með því þátt í uppbyggingunni, færð afnot af þvottaaðstöðu og kaffi í Trailcenter Reykjadal.
Upphersla
Komdu í kaffi með hjólið og við rennum yfir það og herðum upp á teinum og linkum og endurstillum gíra og fl. Gildir í tvo mánuði frá kaupum.
Námskeið og viðburðir
25% afsláttur í allar dagsferðir og námskeið sem haldin verða á vegum Icebike Adventures í sumar.
Crúzaðu með!
5% af öllum keyptum Santa Cruz hjólum hjá okkur renna til uppbyggingar fyrir fjallahjólara og stígagerðar.




Létt upp, lipurt niður
Heckler SL
Þetta verður þú að prófa! Svo svakalega spennandi hjól! Ótrúlegt létt og lipurt midrange raf-fjallahjól með eiginleika venjulegs hjóls,en með 60nm aðstoð upp brekkurnar. Fullkomið fyrir létta og sterka hjólara sem þurfa ekki stóru sleggjuna, vilja ekki fórna léttleikanum fyrir rafmagnið - en vilja sama range og stærri hjólin. Klárlega fallegasta rafhjól sem völ er á að okkar mati! Komdu, sjáðu og prófaðu þetta geggjaða tæki!
- Fram dempun - 160mm
- Aftur dempun - 150mm
- Dekkjastærð - MX F29 / R27.5
- Stell - Carbonfiber
- Mótor - Fazua 60nm
- Rafhlaða - 430wh
Bókaðu "demo hringinn"
Komdu og prófaðu Santa Cruz hjólin í sínu náttúrulega umhverfi hjá Icebike Adventures og mátaðu þig við mismunandi gerðir. Gerðu ráð fyrir klukkutíma af nördalegri ráðgjöf og prufuhringjum við þitt hæfi 5% af þínu hjóli renna sjálfkrafa beint til uppbyggingar á fjallahjólaleiðum. Taktu þátt í uppbyggingunni og crúzaðu með!