Opnum í maí í TRAILCENTER, Hveragerði

Ábyrgð

  • Santa Cruz er með mjög góða ábyrgðar skilmála. Meðal annars er lífstíðarábyrgð er af stelli, stýri, brúsahaldara, og reserve gjörðum.
  • Lífstíðarábyrgð á leguskiptum í fjöðrunarlinkum og tveggja ára ábyrgð er á rammótorum.
  • Uppherðsla, uppsetning, stilling á gírum og fleira er innifalið á Santa Cruz hjólunum innan 2 mánaða frá kaupum.
  • Ábyrgð gildir aðeins hjá fyrsta kaupanda.

Skilgreining

Seljandinn er Icebike Adventures kt 670312-1000. VSK númer 17722. Kaupandinn er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

Verð, greiðsla, afhending

Öll verð eru birt í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða rangrar skráningar. 30% staðfestingargjald er á sérpöntunum.

Skilaréttur & eignaréttur

Kaupandi hefur 14 daga frá kaupum til þess að skila vöru gegn framvísun kvittunar. Varan á að skilast í þeim umbúðum sem hún var afhent í og í sama ástandi. Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Endursending vöru er á kostnað og ábyrgð kaupanda.

Trúnaður & varnarþing

  • Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um að allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp verði ekki afhentar þriðja aðila.
  • Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.