Opnum í maí í TRAILCENTER, Hveragerði

Santa Cruz Íslandi

Hver erum við?

Fyrst og fremst erum við Santa Cruz aðdáendur og með þeim fyrstu sem hjóluðu á SC á Íslandi. Santa Cruz Bicycles á Íslandi er rekið af Icebike Adventures sem stofnað var árið 2012 af Magne Kvam. Starfsemin hverfist um aðgengilega útivist í íslenskri náttúru og uppbyggingu fyrir fjallahjólara á öllum aldri. Sjá trailbuilding blog á síðunni hér.

SantaCruz á heima í Trailcenter í Ölfusdölum ofan við Hveragerði. Verslun, verkstæði, námskeið, hjólaferðir og hjólaleiga eru þar á einum stað við upphaf fjölbreyttra fjallahjólaleiða.

Hér langar okkur að skapa aðstæður fyrir samfélag hjólara, hittast, hjóla, njóta útiveru og eiga frábærar stundir saman og byggja upp stemmingu sem myndar kjarna af fólki sem hefur það sameiginlegt elska að fjallahjóla.

Magne hefur komið að uppbyggingu innviða fyrir fjallahjólreiðar víða um land í samvinnu og samráði við sveitarfélög, Skógræktina, FSRE, Umhverfisstofnun og fleiri. Icebike hefur verið leiðandi í fræðslu um ábyrga umgengni hjólreiðafólks við náttúruna sem er gríðalega mikilvægt nú þegar hjólafólki fjölgar ört. Meðal verkefna Magne hafa verið: Fjallahjólaleiðir í Ölfusdölum og Hengli, Gufunes Bikepark í Reykjavík, hjólabraut í Hlíðarfjalli, Gryfjan Bikepark í Þorlákshöfn, Vífilstaðahlíð, Tumastaðaskógur, Þórsmörk Skálafell bikepark.

Og auðvitað er mini bikepark í garðinum heima hjá okkur fyrir krakkana í hverfinu.

Við viljum aðgengilega útivist fyrir alla, árið um kring. Síðan árið 2018 hefur Magne staðið fyrir verkefninu "SPORIÐ" sem leggur gönguskíðaspor í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, Hólmsheiði, Rauðavatni og víðar.

Útivera er frábær, árið um kring.

Skoðaðu hvað við erum að bralla í uppbyggingunni og lestu bloggið okkar:

https://icebikeadventures.com/trail-building/

Trailcenter er staðsett í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði, smelltu hér til að finna okkur á GoogleMaps

Við svörum í síma 824 0322 & 625 0200.