Santa Cruz Íslandi

Hver erum við?

Við erum aðdáendur SantaCruz fjallahjólanna og erum með þeim fyrstu sem hjóluðu á SantaCruz á Íslandi fyrir áratugum síðan. SantaCruz á Íslandi er rekið af Icebike Adventures sem stofnað var árið 2012 af Magne Kvam.

SantaCruz á tvö heimili á Íslandi:


🚲 Í Lundi í Mosfellsbæ,
þar sem við höfum opið allt árið.

🚵‍♀️ Í Trailcenter Reykjadal, sem opið er frá maí til september.

Á báðum stöðum finnur þú verslun, verkstæði, námskeið, hjólaferðir og hjólaleigu, staðsett við upphaf fjölbreyttra fjallahjólaleiða. Við viljum við skapa lifandi hjólasamfélag — stað þar sem fólk hittist, hjólar, nýtur náttúrunnar og samveru.

Magne hefur átt stóran þátt í uppbyggingu innviða fyrir fjallahjólreiðar víða um land, í samstarfi við sveitarfélög, Skógræktina, FSRE, Umhverfisstofnun og fleiri. Meðal verkefna sem hann hefur komið að eru meðal annars fjallahjólaleiðir í Ölfusdölum og Hengli, Slaufan bikepark í Gufunesi, Gryfjan Bikepark í Þorlákshöfn, Flækjan í Mosfellsbæ, Hjólabraut í Hlíðarfjalli, Vífilstaðahlíð, Tumastaðaskógur, Þórsmörk og Skálafell Bikepark – og lítil hjólabraut í garðinum heima.

Við leggjum áherslu á ábyrga umgengni við náttúruna og viljum að útivist sé aðgengileg fyrir alla, allt árið um kring. Frá árinu 2018 hefur Magne einnig staðið fyrir verkefninu „SPORIГ, sem leggur gönguskíðaspor í útjaðri höfuðborgarsvæðisins – meðal annars á Hólmsheiði og við Rauðavatn – og stuðlar þannig að fjölbreyttri útivist allt árið.

Skoðaðu hvað við erum að bralla í uppbyggingunni og lestu meira á Trail Building bloginu okkar.

Lundur Mosfellsbæ á google maps

Amsterdam 7, 270 Mosfellsbæ, opið miðvikudaga - laugardaga 12-19

Trailcenter Reykjadalur á google maps

Ölfusdalir, 810 Hveragerði

Opið maí-september

Sláðu á þráðinn!
Við svörum í síma 824 0322, 625 0200 og 695 9377 .