Opnum í maí í TRAILCENTER, Hveragerði

FAQ's

Ég veit! Þetta getur allt verið svolítið ruglandi!

ÞJÓNUSTAN

Við leggjum áherslu á bestu mögulegu þjónustu.

Ferðir og viðburðir

Skráðu þig á póstlistann og fylgdu okkur á samfélagsmiðlum. Í sumar verður allskonar spennandi þjónusta í boði fyrir fjallahjólara og þá sérstaklega kaupendur Santa Cruz hjóla. Einnig veitum við 25% afslátt á öllum dagsferðum Icebike Adventures fyrir kaupendur Santa Cruz. Skoðið ferðir og lesið bloggið hér. https://icebikeadventures.com

Verkstæðið

Icebike Adventures rekur verkstæði og hjólaleigu í Trail Center við Reykjadal, Hveragerði. Opnunartími verkstæðis er alla virka daga frá 10-17.

Við þjónustum ábyrgðamál, viðhald og viðgerðir á öllum SC hjólum sem eru keypt hjá okkur. Einnig verða ferðir í sumar og skutl þjónusta frá Trail Center.

Upplýsingar um skutl daga og viðburði verða uppfærðar á samfélagsmiðlum, endilega fylgdu okkur og komdu með út að hjóla!

Ábyrgð

Santa Cruz er þekkt fyrir afbragðs góða ábyrgðaþjósustu t.d

Eilífðarábyrgð á stelli, legum, stýri, brúsafestingu og reserve carbon gjörðum til fyrstu eiganda.

Lestu smáa letrið: Hér eru nákvæmar upplýsingar um alla þá ábyrgðar þjónustu sem SC veitir.

https://www.santacruzbicycles.com/en-GB/warranty/claims

BÚÐIN OG LEIGAN

Við erum staðsett í Hveragerði við Reykjadal við rætur eins flottasta fjallahjólasvæðis landsins. Við viljum að þú prófir hjólin og finnir hvaða hjól hentar þér best áður en þú kaupir! smelltu hér til að finna okkur á GoogleMaps

Hvað kostar "demo hringurinn"?

Það kostar 9.500 að koma og prófa hjól og taka „demo hringinn“. Þú færð ráðgjöf og uppsetningu á hjólinu. Ef þú kaupir hjól innan þriggja mánaða þá gengur prufugjaldið að fullu upp í verð á nýju hjóli.

Hvenær er opið?

Búðin er opin 10-19 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í sumar.

Trailcenter hjólaleigan er opin alla daga 9-17 í sumar.

Ef þig langar að prófa hjól þá þarftu að hringja á undan þér eða bóka tíma hér - til að vera viss um að hjól í réttri stærð séu laus. 

Verkstæðið er opið 10-17 alla virka daga.

Má ég koma og prófa hjól?

Já Algjörlega - Við mælum eindregið með því að þú prófir hjólin í sínu náttúrulega umhverfi, á fjallastígum Með því að panta tíma í „demohringinn“ borgar þú 9,500 og hefur klukkutíma til að prófa hjól(in). Við veitum ráðgjöf um hjól og leiðarval á staðnum. Verðið á demohring gengur svo upp í kaupverðið á nýju hjóli.

Má ég prófa hjólið lengur ?

Þú getur leigt hjól í dagsleigu eða bókað þig í einhverja af dagsferðunum okkar.

Má ég taka hjólið heim yfir helgi?

SantaCruz hjólin eru eingöngu leigð út í stuttar ferðir frá okkur í Trailcenter.

Fyrir lengri leigu: Hjólaleiga Icebike Adventures er með fleiri tegundir af hjólum sem hægt er að leigja í lengri tíma. Allt um það hér: https://icebikeadventures.com/about/rental-bikes/

Afhverju kostar að prófa hjól?

Eftir hverja notkun eru hjólin þrifin og yfirfarin. Við leggjum áherslu á faglega ráðgjöf og að þú getir prófað hjólin á alvöru stígum. Við erum með hjól sem eru í toppstandi, rétt uppsett fyrir þig til að þú fáir rétta tilfinningu fyrir hjólinu í sínu náttúrulega umhverfi.

Afhverju þarf að panta tíma?

Til að við getum tryggt að réttu stærðir og týpur af hjólum séu laus fyrir þig.

Afhverju allt þetta slangur?

Það má gera mun betur í íslenskun á tækniorðum tengdum hjólreiðum. Við tökum þýðingum og nýyrðum fagnandi. Sendu okkur tölvupóst ef þú lumar á hugmynd.

UM HJÓLIN

Það er ástæða fyrir mörgum heimsmeistara titlum hjá SantaCruz og The Syndicate -keppnisliði SantaCruz!

29" eða MX ?

MX þýðir að hjólið er með minna dekk að aftan (mullet) 27,5" og 29" að framan. Þetta getir hjólið aðeins meira leikandi og beittara í sumum aðstæðum. Santa Cruz hjólin eru ekki með sama stell milli mullet og non mullet. SC breyta geometríunni á stellinu ef það er með 27.5 afturenda til að lenda ekki í of lágu bottombracketi og of stuttu hjóli. Þannig að KOMDU BARA og prófaðu þetta hjá okkur og þú munt finna mun... eða ekki :)

Hvað er SantaCruz?   

Santa Cruz eru hágæða hjól - eins og allir alvöru hjólanördar vita! Framleidd frá 1993 hönnuð og samsett í Santa Cruz Californíu. Merkið er með með flotta sögu og marga frábæra hjólara og heimsmeistaratitla. Danny MacAskill, Steve Peat, Nina Hoffman, Martina Berta, Greg Minnaar. Syndicate er keppnis lið Santa Cruz. Hér má fræðast meira um hjólin og fyrirtækið https://www.santacruzbicycles.com/en-US/about/who-we-are

Afhverju elskum við SantaCruz?   

Magne hefur verið einlægur aðdáandi SantaCruz hjóla í áratugi og átti fyrsta SantaCruz hjólið sem var flutt til Íslands í gamla, gamla daga. Komdu bara og prófaðu - þá er spurningunni best svarað!

Fannstu ekki svarið?

Sendu okkur línu!