Erum í Reykjadal trailcenter, Hveragerði.

Nördastu í spekkunum!

Öll Santa Cruz hjól eru til í mörgum gerðum, litum og „spekkum“. Spekkarnir raðast eftirfarandi: D/R/S/GXAXS/X0AXS/XXAXS/

Skoðaðu hvaða týpur eru til að hvað þig langar í og við getum bókað þig á Demódag og leyft þér að prófa týpurnar og sérpantað ef þú ert með sér óskir um aðra spekka, eða sendu okkur einfaldlega línu og við aðstoðum þig við að finna hjólið sem hentar nákvæmlega fyrir þig.

Skoðaðu týpur og specca

Ábyrgð og þjónusta

Santa Cruz leggja mikið upp úr vandaðari þjónustu við kaupendur og vilja sjá hjólin notuð mikið og lengi. Til dæmis fær upphaflegi kaupandi af hjólinu lífstíðar endurnýjun á legum í fjöðrunar linka. Einnig er lífstíðar ábyrgð á stelli, stýri og brúsahaldara og öllum Reserve gjörðum ásamt þriggja ára ábyrgð á lakki til fyrsta eiganda.

Rafhjólin stór og smá.

Santa Cruz eru þekkt fyrir lipurð og frábært „pedal response“. Það á líka við um rafhjólin frá þeim. Mótor framleiðendurnir Fazua og Shimano sjá til þess að þú hafir val um létt midrange rafhjól eða fullpower rafhjól með risa rafhlöðu.

Þú þarft einfaldlega að koma og prófa til að finna það sem hentar þér best.

Við byggjum upp

Santa Cruz er verslun rekin af Icebike Adventures. Við leggjum mikið upp úr því að byggja upp hjóla aðstöðu, gera æfingasvæði fyrir krakka og að vinna fjallahjólaleiðir í fjöllum. Allt til að við hjólarar getum ferðast um sem flestar leiðir í sátt og samlyndi við náttúru, landeigendur og alla aðra sem stunda sína útivist. 5% af seldum hjólum renna beint í uppbygginguna.